Betri kaffiupplifun með ECM

ECM hefur áralanga reynslu af þróun og framleiðslu espressovéla og kaffikvarna fyrir heimili. Vélarnar eru þekktar fyrir að vera nákvæmar og vel hannaðar. Alvöru þýsk gæði framleidd á Ítalíu.

Skoða nánar

Gjafavara

Versla

Eureka kvarnir

Versla

Aukahlutir

Versla

ECM vélar

Versla

La Marzocco vélar

Versla

Gjafavara

Versla

Eureka kvarnir

Versla

Aukahlutir

Versla

ECM vélar

Versla

La Marzocco vélar

Versla

Gjafavara

Versla

Eureka kvarnir

Versla

Aukahlutir

Versla

ECM vélar

Versla

La Marzocco vélar

Versla

Gjafavara

Versla

Eureka kvarnir

Versla

Aukahlutir

Versla

ECM vélar

Versla

La Marzocco vélar

Versla

Heimili La Marzocco Home á Íslandi

La Marzocco var stofnað árið 1927 í Flórens á Ítalíu. Kaffivélarnar sem fyrirtækið framleiðir eru að margra mati þær bestu í heimi. Talað er um að þær beri höfuð og herðar yfir önnur merki og þá sérstaklega þegar kemur að hitastigi og þrýstingi á vélunum. 
Ásamt því að vera með vélar á lager bjóðum við viðskiptavinum uppá sérpantanir á kaffivélum og aukabúnaði frá fyrirtækinu og sinnum almennri þjónustu og viðhaldi á seldum vélum.
sérpantanir

Linea Mini færir þér kaffihúsið heim.

Kaffivél fyrir þá sem dreymir um að gera hinn fullkomna espresso heima. Öflug, endingargóð og áreiðanleg vél handgerð í Flórens á Ítalíu.

Skoða nánar

algengar spurningar

Collapsible content

Get ég sótt pantanir til ykkar?

Já! Það er ekkert mál að sækja pantanir til okkar, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Í greiðsluferlinu er hægt að velja á milli þess að sækja eða fá sent með Dropp. Við erum staðsett í Setberginu í Hafnarfirði og afhendum pantanir að höfðu samráði við kaupendur að pöntun lokinni. Vanalega er hægt að nálgast pantanir samdægurs.

Er hægt að koma og skoða kaffivélar?

Það er ekkert mál að fá að kíkja til okkar og skoða valdar vörur. Sendu okkur línu á info@betrakaffi.is eða hafðu samband við okkur á instagram @betrakaffi og við finnum tíma í sameiningu.

Þjónusta við seldar kaffivélar?

Við sinnir öllum minni háttar viðgerðum á seldum kaffivélum ásamt því að aðstoða viðskiptavini við að koma vélum í viðgerð á Íslandi eftir þörfum. Við erum söluaðili ECM og La Marzocco á Íslandi og erum þvi í beinum samskiptum við fyrirtækin og pöntum meðal annars aukahluti og búnað fyrir vélarnar. Allar vélar eru með 2 ára framleiðsluábyrgð. í tilfellum þar sem um galla er að ræða er gert við vélina eða vélinni skipt út á kostnað framleiðanda.

Viðhald á kaffivélum?

Við mælum með reglulegu viðhaldi á öllum kaffivélum til að hámarka gæði kaffisins og til að lengja líftíma vélanna. Án viðeigandi viðhalds eru meiri líkur á að kaffivélin þurfi á viðgerð að halda síðar meir.

Flestar bilanir í kaffivélum eru tilkomnar vegna skorts á réttu viðhaldi og því leggjum við mikið uppúr því að viðskiptavinir okkar séu meðvitaðir hvað reglulegt viðhald felur í sér.

Skolun

Það er mikilvægt að skola vélarnar reglulega til að tryggja hámarksgæði á kaffinu en skolunin hreinsar öll óhreinindi sem geta safnast saman í gegnum síunarkerfi vélanna. Ef vélin er í mikilli notkun mælum við með að skola hana vikulega. Til þess að skola vélina þarf að nota skolunarduft (fæst hér) og greip. Settu ráðlagt magn af duftinu í greipina og settu hana í vélina, látið vatn renna í gegn í um 10 sekúndur og endurtakið 5 sinnum. Eftir skolun er mikilvægt að hreinsa greipina og vélina til að koma í veg fyrir að duft sitji eftir.

Þrif á flóunarstút

Við mælum með að flóunarstúturinn sé þrifinn daglega eða eftir hverja notkun. Mjólkurleifar eru fljótar að safnast upp á stútinum sem getur skapað stíflur ásamt því að vera gróðrastíja fyrir bakteríur ef hann er ekki þrifinn. Til að þrífa stútinn þarf að skrúfa hann af og hreinsa í heitu vatni. Þú gætir þurft að nota fínan busta til að fjarlægja mjólkurleifar sem hafa safnast saman fremst á flóunarstútnum. Með því að þrífa stútinn eftir hverja notkun tryggir þú að vélin virki rétt og þurfi síður á viðgerð að halda vegna stíflna.

Kalkhreinsun

Þar sem íslenskt vatn flokkast sem mjúkt og inniheldur lítið kalk mælum við ekki með því að þú kalkhreinsir vélina þína nema það séu einhver vandamál til staðarsem kalli á slíkt og þú vitir nákvæmlega hvað þú ert að gera. Til að koma í veg fyrir að kalk setjist inná vélina er hægt að notast við viðeigandi síu til að mýkja vatnið sem notað er í vélinni en aftur, það sem vatnið hér á landi er mjúkt ætti ekki að vera þörf á slíku. Hinsvegar mælum við með að láta vatn ekki sitja lengi í katlinum og skipta um vatn daglega til að tryggja hámarksgæði kaffisins.

Fylgdu Betra Kaffi á Instagram

#betrakaffi

@betrakaffi