Sérpantanir
Við bjóðum upp á sérpantanir frá okkar helstu birgjum, s.s. La Marzocco, ECM, Eureka og Mazzer. Sumar sérpantaðar vörur er hægt að kaupa beint af vefsíðunni á uppgefnu verði en aðrar vörur fara í gegnum fyrirspurnir. Athugið að uppgefin verð fyrir aðrar sérpantanir eru til viðmiðunar og sömuleiðis áætlaður afhendingartími.
Farið er fram á 50% fyrirframgreiðslu áður en endanleg sérpöntun er lögð inn en síðari 50% eru greidd fyrir afhendingu á vörunni.
Frekari upplýsingar um framboð má finna hér að neðan.
Fyrir frekari upplýsingar um sérpantanir fyllið út formið hér að neðan eða sendið okkur tölvupóst á info@betrakaffi.is og við svörum við fyrsta tækifæri.
Hafa samband
Frekari upplýsingar um framboðið
Við bjóðum upp á breitt úrval af Eureka kvörnum fyrir heimili, fyrirtæki og kaffihús. Eureka var stofnað árið 1920 í Flórens og hefur all tíð síðan kappkostað að handframleiða kvarnir úr nýjustu tækni með klassísku og glæsilegu útliti.
Kynnið ykkur úrvalið hjá heimsins stærsta og virtasta framleiðanda kaffikvarna hér.