Um okkur

 

Við erum lítið fjölskyldurekið fyrirtæki sprottið upp af ástríðu fyrir góðum kaffibolla heima. Fyrirtækið var stofnað í lok árs 2023 sem netverslun með áherslu á gæða espressokaffivélar og kaffikvarnir. í nóvember 2025 opnuðum við okkar fyrstu verslun í nýjum verslunarkjarna í Firðinum í Hafnarfirði. Staðsett við Strandgötu 26-30. 

Við leggjum uppúr því að veita persónulega og vandaða þjónustu og tökum vel á móti ykkur á Strandgötunni. Sömuleiðis alltaf hægt að hafa samband við okkur á info@betrakaffi.is.