Þjónusta og viðhald

Betra Kaffi sinnir minni háttar viðgerðum á öllum seldum kaffivélum ásamt því að aðstoða viðskiptavini við að koma vélum í viðgerð á Íslandi ef þörf krefur.

Við mælum með reglulegu viðhaldi á öllum kaffivélum til að hámarka gæði kaffisins og til að lengja líftíma vélanna. Án viðeigandi viðhalds eru meiri líkur á að kaffivélin þurfi á viðgerð að halda síðar meir.

Flestar bilanir í kaffivélum eru tilkomnar vegna skorts á réttu viðhaldi og því leggjum við mikið uppúr því að viðskiptavinir okkar séu meðvitaðir hvað reglulegt viðhald felur í sér.

Skolun

Það er mikilvægt að skola vélarnar reglulega til að tryggja hámarksgæði á kaffinu en skolunin hreinsar öll óhreinindi sem geta safnast saman í gegnum síunarkerfi vélanna. Ef vélin er í mikilli notkun mælum við með að skola hana vikulega. Til þess að skola vélina þarf að nota skolunarduft (fæst hér) og greip. Settu ráðlagt magn af duftinu í greipina og settu hana í vélina, látið vatn renna í gegn í um 10 sekúndur og endurtakið 5 sinnum. Eftir skolun er mikilvægt að hreinsa greipina og vélina til að koma í veg fyrir að duft sitji eftir.

Þrif á flóunarstút

Við mælum með að flóunarstúturinn sé þrifinn daglega eða eftir hverja notkun. Mjólkurleifar eru fljótar að safnast upp á stútinum sem getur skapað stíflur ásamt því að vera gróðrastíja fyrir bakteríur ef hann er ekki þrifinn. Til að þrífa stútinn þarf að skrúfa hann af og hreinsa í heitu vatni. Þú gætir þurft að nota fínan busta til að fjarlægja mjólkurleifar sem hafa safnast saman fremst á flóunarstútnum. Með því að þrífa stútinn eftir hverja notkun tryggir þú að vélin virki rétt og þurfi síður á viðgerð að halda vegna stíflna.

Kalkhreinsun

Þar sem íslenskt vatn flokkast sem mjúkt og inniheldur lítið kalk mælum við ekki með því að þú kalkhreinsir vélina þína nema það séu einhver vandamál til staðarsem kalli á slíkt og þú vitir nákvæmlega hvað þú ert að gera. Til að koma í veg fyrir að kalk setjist inná vélina er hægt að notast við viðeigandi síu til að mýkja vatnið sem notað er í vélinni en aftur, það sem vatnið hér á landi er mjúkt ætti ekki að vera þörf á slíku. Hinsvegar mælum við með að láta vatn ekki sitja lengi í katlinum og skipta um vatn daglega til að tryggja hámarksgæði kaffisins.

Þarft þú að koma þinni kaffivél í viðgerð? Hafðu þá samband við okkur hér og við aðstoðum þig.