Moka Express Kanna - 6 espresso (6tz)
Moka Express Kanna - 6 espresso (6tz)
Upphaflegt verð
6.900 ISK
Upphaflegt verð
Útsöluverð
6.900 ISK
Einingaverð
/
per
Moka Express kanna framleidd af Bialetti á Ítalíu, eins klassísk og þær verða. Þetta er kaffikannan sem gerði ítalska framleiðandann Bialetti frægan á þriðja áratugnum og er enn þann dag í dag vinsælasta moka kanna í heiminum.
Kaffikannan er úr steyptu áli og með tímalausa hönnun sem hefur verið óbreytt í áratugi. Hnappurinn og handfangið eru úr svörtu plasti sem veita þægilega meðhöndlun og framreiðslu þegar kaffið er tilbúið.
Bialetti Moka Express 6tz er 300ml kanna sem bruggar allt að sex espressó í einni uppáhellingu.
Bialetti Moka Express hentar fyrir gas- eða rafmagnshellur. Þvoðu kaffikönnuna í höndunum, án þvottaefna. Kannan má ekki fara í uppþvottavél.