Skip to product information
1 af 3

Fellow

Fellow Prismo

Fellow Prismo

Upphaflegt verð 5.990 ISK
Upphaflegt verð Útsöluverð 5.990 ISK
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn, Sendingarkostnaður reiknast við lok afgreiðslu

Fellow Prismo er aukahlutur fyrir AeroPress sem breytir þessari vinsæla kaffigræju í espressovél.

Þó Prismo komi ekki í staðinn fyrir úrvals espresso sem er lagaður úr hágæða espressovél, þá er útkoman frábær, sérstaklega þegar litið er til verðs og einfaldleika.

Kaffi sem er lagað með Prismo einkennist af þéttu og sterku bragði með mikilli fyllingu.

Tækið samanstendur af skífu með plastþráðum og málmsíu með 70 míkróna stærð af götum. Einnig er lítill loki settur upp inni í stútnum til að koma í veg fyrir leka áður en kaffið er pressað.

Hvernig á að laga kaffi með Prismo?

  1. Hitaðu AeroPress með Prismo fasta á.
  2. Malaðu 20 grömm af kaffi með espresso fínleika.
  3. Helltu vatninu út sem notað var til að hita Aeropresið, settu kaffið í og bættu svo 50 - 60 ml af heitu vatni (96 gráður á Celsíus) út í.
  4. Hrærðu kröftuglega í 10 sekúndur.
  5. Eftir eina mínútu settu þrýstistimpilinn á og pressaðu kaffið ofan í bolla.

Fellow Prismo virkar ekki fyrir AeroPress Go.

Skoða frekari upplýsingar