Skip to product information
1 af 3

Baratza

Encore ESP sjálfvirk kvörn (svört)

Encore ESP sjálfvirk kvörn (svört)

Upphaflegt verð 49.900 ISK
Upphaflegt verð Útsöluverð 49.900 ISK
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn, Sendingarkostnaður reiknast við lok afgreiðslu
ESP útgáfan af hinni vinsælu Baratza Encore kvörn. ESP útgáfan er með nákvæmari og fínni mölun en upprunalega útgáfan og hentar því betur í espressó gerð ásamt því að vera öflugur kostur í aðrar gerðir uppáhellingar.
Baratza Encore ESP er sjálfvirk kaffikvörn til heimilisnota. Þökk sé fjölbreyttum stillingum (40 stillingar) tekst Encore ESP auðveldlega að skila fínni kaffimölun fyrir espressó og grófari mölun fyrir aðra uppáhellingaraðferðir, s.s. Chemex, AeroPress, o.fl. Kvörnin er einföld í notkun, tekur lítið pláss og malar kaffi á nokkrum sekúndum. Fullkomin kvörn fyrir þá sem eru að fikra sig áfram við að gera gæða kaffi heima við.

Tvö hólf fylgja kvörninni, annars vegar lítið fyrir espresso (54mm greip upp í 58mm) og hins vegar stærra hólf fyrir grófari mölun.

Encore ESP er með 40 mm keilulaga M2 stálhnífa sem einfalt er að fjarlægja sem gera þrif og viðhald auðvelt. Öflugur DC-mótor knýr hnífana áfram hljóðlátlega og áreynslulaust. Hnífarnir snúast aðeins 550 snúninga á mínútu sem dregur úr hita, hávaða í kvörninni. Það tryggir einnig að baunirnar streymi vel hnífana.  
Kvörnin er um 3,1 kg og skilar um 1,5-2,4g af kaffi á sekúndu, baunahólfið tekur um 230g og hólfin taka 142g (stóra) og 24g (litla).
Skoða frekari upplýsingar