Trekt V60-02 - plast
Trekt V60-02 - plast
V60 er japanskur uppáhellingarbúnaður framleiddur af Hario. Nafnið kemur frá "v-laga" lögun trektarinnar sem er með 60 gráðu halla. Að innanverðu eru sérstakar rifur sem auka loftflæði og bæta vatnsrennsli á meðan kaffið er bruggað. Þessi japanska græja bruggar kaffi á mjög einfaldan en áhrifaríkan hátt. Það eina sem þarf er nýmalað gæðakaffi, V60 trekt, filter, ílát fyrir kaffið og svo er mikill kostur að hafa kaffivog. Bruggunarferlið tekur aðeins 3-4 mínútur.
Plastútgáfan er ódýrasta V60 trektin en fyrrverandi heimsmeistari kaffibarþjóna, James Hoffmann mælir sömuleiðis með plastútgáfunni þar sem plast varðveitir hita betur en til dæmis gler. Hér má sjá fróðlegt myndband þar sem James Hoffmann fer yfir tækni til að brugga fyrsta flokks V60 bolla. Jafnframt er plastútgáfan létt og höggþolin og því tilvalin fyrir ferðalög.
Hario V60-02 gerir þér kleift að brugga 300 - 500 ml af kaffi í einu.
Breidd: 13,7 cm
Hæð: 10,2 cm
Þvermál: 11,6 cm