Sendingar fyrir jól

Við sendum allar pantanir með Dropp.

Til að pantanir nái til viðskiptavina fyrir jól þurfa þær að berast fyrir kl.10 þann 23. desember fyrir Höfuðborgarsvæðið, Árborg (Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri), Hveragerði, Þorlákshöfn og Reykjanesbæ. Pantanir fyrir Norðurland og Austurland þurfa að berast fyrir kl. 10 þann 22. desember og fyrir aðra landshluta fyrir kl. 10 þann 21. desember.

Við bjóðum viðskiptavinum að sækja til okkar pantanir, sem berast fyrir kl 17, samdægurs á tímabilinu 21.-23.desember. Við tökum á móti viðskiptavinum frá kl 16:30-18:30. Erum staðsett í Hafnarfirði. 

Allar pantanir yfir 15.000 kr. sendum við viðskiptavinum okkar að kostnaðarlausu. Aðrar pantanir fylgja gjaldskrá Dropp og hægt er að sjá kostnaðinn við sendingar í greiðsluferlinu inná heimasíðunni okkar. Ef viðskiptavinir óska eftir því að sækja til okkar pantanir er það þeim að kostnaðarlausu.