Um La Marzocco

Við hjá Betra Kaffi kynnum með stolti nýtt vörumerki á nýju ári, La Marzocco!

La Marzocco var stofnað árið 1927 í Flórens á Ítalíu. Kaffivélarnar sem fyrirtækið framleiðir eru að margra mati þær bestu í heimi. Talað er um að þær beri höfuð og herðar yfir önnur merki og þá sérstaklega þegar kemur að hitastigi og þrýstingi á vélunum. 

Við hjá Betra Kaffi munum bjóða uppá heimilislínu La Marzocco til sölu hjá okkur, bæði verðum við með valdar vélar á lager ásamt því að bjóða uppá sérpantanir, nánar um það hér.